Allt að sex vikna bið eftir heimilislækni á Akureyri

Langur biðtími getur verið eftir að komast að hjá heimilislækni. Mynd/Þröstur Ernir.
Langur biðtími getur verið eftir að komast að hjá heimilislækni. Mynd/Þröstur Ernir.

Allt að sex vikur getur tekið að fá tíma hjá heimilislækni á Akureyri og er meðalbiðtíminn fjórar vikur. Biðtíminn hefur lengst töluvert það sem af er ári og síðan skýrsla Ríkisendurskoðunar um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni kom út í apríl, en þá var um mánaðarbið á Akureyri.

Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir biðina óásættanlega. „Hins vegar er líka vert að nefna að fjöldi fær úrlausn sinna mála samdægurs sem ekki er tekið inn í þessar tölur. En það breytir því ekki að staðan er almennt slæm,“ segir Jón Helgi.

Níu heimilislæknar eru í föstu starfi á Akureyri og segir Jón Helgi að búast megi við að biðtíminn verði vandamál í sumar.

„Við teljum að mönnun verði talsvert betri í haust og ættum þá að ná niður biðtíma. Einnig höfum við verið að styrkja hjúkrunarmótttökuna hjá okkur til að bæta þjónustuna,“ segir Jón Helgi.


Nýjast