Aldrei fleiri á Fiskideginum mikla á Dalvík

Frá Fiskideginum mikla á Dalvík.
Frá Fiskideginum mikla á Dalvík.

Vegagerðin hefur mælt fjölda bifreiða sem aka til og frá Dalvík um Fiskidagshelgina allt frá árinu 2008 en aldrei hafa fleiri bílar farið um talningarstaðina og nú, eða um 27.500 bílar frá föstudegi til sunnudags. Því má reikna með að um 36 þúsund manns hafi sótt Dalvík heim um liðna helgi sem er um 3 þúsund fleiri en í fyrra og 11 þúsund fleiri en árið 2008. 

Aukningin samsvarar um 6,5% miðað við sömu helgi á síðasta ári. Þessi fjöldi ökutækja gefur vísbendingu um að 36 þúsund manns hafi ekið til og frá Dalvík á tímabilinu. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar


Nýjast