Áform um 20 íbúðir á reit við Móasíðu 1

Ef áform ganga eftir munu í allt verða 20 íbúðir á reitnum við Móasíðu 1
Ef áform ganga eftir munu í allt verða 20 íbúðir á reitnum við Móasíðu 1

Til stendur að breyta neðri hæð hússins númer 1 við Móasíðu í íbúðir. Áður var þar rekin leikskóli, en starfsemi hans hætt í lok júní árið 2016. Að auki eru áform uppi um að reisa nýja byggingu á tveimur hæðum með alls 13 íbúðum. Íbúðir á lóðinni yrðu þá 20 talsins að framkvæmdum loknum. Lóðin við Móasíðu 1 er skilgreind sem íbúðabyggð í gildandi aðalskipulagi. Sá hluti hússins sem áður hýsti leikskóla hefur staðið auður í rúm tvö ár. Viðbótarhúsið verður allt að 750 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir allt að 34 bílastæðum við húsið. 

 

 

 


Nýjast