Verk L-listans

Oddur Helgi Halldórsson
Oddur Helgi Halldórsson

L-listinn var með hreinan meirihluta 2010-2014 í bæjarstjórn  og hefur verið í 3ja flokka samstarfi  á þessu kjörtímabili.

Við skulum rifja upp hvað  við í L-listanum höfum staðið fyrir:

Við gerðum raunhæfar kostnaðaráætlanir sem stóðust. Það er ekki náttúrulögmál að fara fram úr áætlun.

Við kláruðum að leggja  Dalsbrautina,  byggðum upp gervigrasvöll á KA-svæðinu og stórbættum  aðstöðuna.  L-listinn stóð fyrir byggingu hjúkrunarheimilisins Lögmannshlíðar. Við byggðum þjónustuíbúðir fyrir fatlaða við Borgarbraut. Við björguðum Húsmæðraskólanum, því gamla og virðulega húsi, frá niðurníðslu, gerðum það upp og komum því í daglega notkun. Við gerðum uppbyggingarsamnig við Bílaklúbbinn. Við sömdum við Siglingaklúbbinn Nökkva um uppbyggingu á svæðinu við Höphner og komum Skátunum í varanlegt húsnæði.

Umhirða bæjarins batnaði, við slógum  bæinn betur og sópuðum og þvoðum göturnar. Við jukum snjómokstur, fyrst og fremst á göngustígum

Við færðum fráveituna undir Norðurorku þar sem hún á heima með öðrum veitum. Við veittum Fallorku leyfi að virkja efri hluta Glerár. Því fylgdi að gerður var  göngustígur upp með ánni og inn Glerárdalinn að stíflunni. Við gerðum Glerárdal að fólkvangi.  Við lögðum göngu og hjólastíg frá Torfunefsbryggju að flugvellinum. Við veittum fjármagni í útivistarsvæðin okkar, Kjarnaskóg, Naustaborgir og Krossanesborgir. Lengdum Oddeyrar og Tangabryggjur, endurbyggðum Togarabryggjuna og bættum við flotbryggjum bæði í Bót og inn við Torfunef. Við létum smíða fyrir okkur  dráttarbát, þann öflugasta á landinu. Hann er væntanlegur heim fyrir sjómannadag.

Við erum að stórbæta sundlaugarsvæðið og komin er ný rennibrautin, sú stærsta á landinu.

Við börðumst fyrir Vaðlaheiðargöngum og drógum vagninn, þegar ríkinu þraut örendið.

Þetta er auðvitað ekki tæmandi upptalning, en gefur innsýn í verk okkar.

Það skiptir máli hvað þú kýst.  Settu X við L.

Úrdráttur:  Við gerðum raunhæfar kostnaðaráætlanir sem stóðust

-Oddur Helgi Halldórsson fyrrv. bæjarfulltrúi L-listans.

 


Nýjast