Sól, sæla og settu Xið

Ólína Freysteinsdóttir
Ólína Freysteinsdóttir

Það er stemming í lofti þegar líður að kosningum. Hluti stemmingarinnar kemur með sólargeislum, fuglasöng, grilllykt, hlátrarsköllum og vatnsbyssustríði. Við sem sitjum á listum fyrir sveitastjórnarkosningar lofum bjartari tímum með betri tíð og blóm í haga. Áherslu á betri þjónustu, minni mengun og jafnvel lofum fleiri sólardögum. En hverju á svo að trúa? Það er eins og við vitum; flóknari á borði en í orði, en þegar allt er á botni hvolft hlýtur velferðin að skipta samfélög mestu máli. Og þar liggur eimitt áhersla Samfylkingarinnar.  Það er alveg á hreinu að þegar forgangsraða á málum þá gengur velferðin fyrir hjá okkur.

Auður hvers samfélags

Við þurfumað beina athyglinni enn frekar að hvernig við búum að fjölskyldum í bæjarfélaginu. Því þar komum við að kjarna málsins; hvernig samfélag við búum í veltur á hvernig okkur tekst að gera vel við þessa minnstu einingu.  Það gerum við með því að stuðla að því að samfélagið sjái fjölskyldum fyrir öryggi og tryggjum að bil verði brúað milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þá er mikilvægt að foreldrar fái stuðning í uppeldishlutverkinu við að styrkja sjálfsmynd barna sinna sem er trúlega sá þáttur sem er mesti auður hvers samfélags. Við eigum að leggja áherslu á að fjölskylda geti notið samveru og þar leikur stytting vinnuvikunnar stóran þátt.

Mikilvægt stuðningsnet

Þá má ekki gleyma stuðningsnetinu; aðstoð við fjölskyldur sem lenda í erfiðleikum vegna veikinda, slysa og þeirra sem fæðast inn í aðstæður sem valda því að lífsgangan verður erfiðari. Þetta stuðingsnet þarf að bæta því okkur er skylt að bregðst við sem samfélagi, veita stuðning og skjól. Þar skorumst við ekki undan ábyrgð.

Láttu hjartað ráða för og settu X við S

-Höfundur er Ólína Freysteinsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar


Nýjast