Jól í skókassa-nemendur Síðuskóla þátttakendur

Í Síðuskóla hefur skapast hefð fyrir þátttöku í verkefninu ,,Jól í skókassa.“
Í Síðuskóla hefur skapast hefð fyrir þátttöku í verkefninu ,,Jól í skókassa.“

Í Síðuskóla hefur skapast hefð fyrir þátttöku í verkefninu ,,Jól í skókassa.“ Nemendur 7. bekkjar sjá um verkefnið. Í textilmennt sauma þau þvottapoka sem fer ofan í hvern kassa. Efnið fá þau úr handklæðum sem skilin eru eftir í skólanum. Starfsmenn sjá um að þvo þau og þurrka. Nemendur mála myndir á bréfpoka í myndmennt til að setja nammið ofan í. Pokarnir eru fallega skreyttir og sumir með texta. Einn poki með nammi fer í hvern kassa. Hugmyndaflug nemenda ræður hvernig poki lítur út. Mörg þeirra skrifa kveðju á ensku til þess barns sem fær kassann. Krakkarnir sem fá kassana eru á aldrinum þriggja til átján ára.

Verkefnið er tvíþætt. Endurnýting og góðgjörð. Nemendur eru hvattir til að gefa í verkefnið hluti, leikföng og fatnað sem þau nota ekki lengur eða systkin þeirra. Allt á að vera heilt og vel með farið. Óskilamunir undanfarinna ára er yfirfarið af starfsmönnum og það sem er nýtilegt er þvegið og gert klárt fyrir verkefnið. Nemendur hafa nokkrar vikur til að safna því sem fer í kassana og vel tekið á móti öllu. Starfsmenn Síðuskóla taka líka þátt í verkefninu með fjárframlögum og eða gjöfum.

Nemendum er skipt niður í þriggja manna hópa og þau kaupa í kassana það sem þarf að vera ónotað. Tannbursti, tannkrem og sápa þarf að vera í hverjum kassa sem og ritföng. Mikil alúð er lögð í verkefnið. Þarna mátti sjá prjónaða vettlinga eftir fjölskyldumeðlim og annað fallegt heimagert.

Í Síðuskóla var sú ákvörðun tekin að fylgja kössunum úr hlaði. Nemendur og kennarar heimsækja KFUM/K í Sunnuhlíð og afhenda jólakassana. Í ár voru rúmlega tuttugu kassar og gleði skein úr hverju andliti þegar kassarnir voru afhentir. Nemendur fá frekari fræðslu um verkefnið í heimsókninni. Við þökkum kærlega fyrir mótttökurnar í ár sem og undnafarin ár. Á heimasíðu skólans má sjá mynd af hópnum. https://www.siduskoli.is/is/frettir/category/1/jol-i-skokassa

-Helga Dögg Sverrisdóttir, dönskukennari og umsjónarmaður verkefnisins.

 


Nýjast