Foreldrar svíkja barnið

Helga Dögg Sverrisdóttir.
Helga Dögg Sverrisdóttir.

Greinin er byggð á skrifum aðstoðarskjólastjóra í Danmörku sem ofbauð framkoma stúlku, í 1. bekk en hún hikaði ekki við að segja við hann, fullorðna manneskju ,,fucking hóra.“ Innihald greinarinnar er auðveldlega hægt að heimfæra á nemendur hér á landi, foreldra og kennara sem verða í vaxandi mæli varir við svona framkomu.

Framkomunni er beint gegn starfsmönnum skólanna og samnemendum. Ekki síður eru það viðbrögð foreldra sem valda ugg meðal kennara. Hvert stefnir samfélag þar sem börn fá að vaða stjórnlaust áfram og enginn heima fyrir til að stjórna og leiðbeina um almenna kurteisi, hegðun og beita aga. Og þegar sett er ofan í við barn vegna slíkrar framkomu þá koma foreldrar og verja hegðun þess og orðbragð, þó öllum öðrum sé misboðið. Misskilin ást sem gerir engu barni gott. Hefjum þá greinina.

Það ert ekki þú sem ræður! Lítil stúlka í 1. bekk hefur sett sig í stellingar og sýnir mikið sjálfstraust miðað við stærð. Hún stendur á miðjum ganginum með krosslagða handleggi, mjöðmin aðeins á hlið og hringsnýr augunum með L’Oréal hár. Og hún meinar þetta.

Ég útskýri á einfaldan hátt að hún fari með rangt mál, því það sé einmitt ég sem ráði og ég líð ekki hlaup á ganginum og hróp á meðan kennsla sé.

Útskýringar mínar ná ekki eyrum prinsessunnar, hún sýnir með látbragði og svipbrigði að hún samþykkir ekki hver ráði. Ég held mig að sjálfsögðu við fyrri orð og nota kennslufræðilega þekkingu í von um að það renni upp ljós fyrir henni og hún sjái að það er munur á okkur tveimur, nefnilega að hún er barn og ég fullorðinn.

En það virkar ekki, frekar en að skvetta vatni á gæs. Hún lítur til himins, snýr sér við á punktinum og segir um leið og hún labbar niður ganginn ,,Fucking hóra!“

Þegar ég náði henni sagði ég henni til syndanna ,, þú skalt loka munninum og hlusta vel á það sem ég segi við þig.“ Þetta voru ekki samræður heldur einræða. Ég talaði ekki við hana heldur til hennar og ég sá að seint og um síðir skildi hún það sem ég sagði og meinti.

Viðurkennið dóttur mína

Í kjölfarið hringdi ég til foreldranna. Að sjálfsögðu vildu þau tala við hana. Jafnhliða undruðust þau að ég skyldi ekki taka öðruvísi á málinu, ég hefði kannski átt að hlutsa og viðurkenna og sjá hvern mann hún hefði að geyma...

Ég lét ósagt hvað mér fannst um dóttur hans, það hefði ekki fært okkur nær sameiginlegum skilningi. Faðirinn spurði spurninga um myndugleika minn sem fullorðins einstaklings og vildi ræða atvikið og koma með tillögu um hvað ég hefði átt að gera.

Það gerðist ekki

Það hefur tekið mig mörg ár að læra hvað þarf til í hverju máli fyrir sig. Ég man ekki hvað ég hafði sagt við föðurinn þar til ég útskýrði þessum vinalega og vel meinandi föður, hvaða afleiðingar það hefur þegar börn hafa ekki einhvern fullorðinn til að halla sér upp að í gegnum tilveruna og hvers vegna þeim sé mikilvægt að kunna að þegja og tala af virðingu þannig að aðrir haldi út að vera með þeim.

Kannski skildi hann það sem ég sagði? Kannski fannst honum ég vera gamaldags og forpokaður maður sem skilur ekki hvernig frjálslega alin börn eru og hegða sér, sérstaklega ekki einstaka dóttir hans. Kannski kvartar hann, ekki óhugsandi, það er frekar að ég búist við því og það er ekki í fyrsta sinn sem það gerist í minni tíð sem fagmaður, að foreldrar kvarti undan hreinskilni minni. En ég vona að ég hafi opnað augu hans, bara smávegis, fyrir því að verulegrar breytinga er þörf, sérstaklega barnsins vegna.

Munur á börn og fullorðnum

Allir eru jafn mikils verðir og þar með lítilsverðir en það á að vera munur á barni og fullorðnum og þann mun virðist, í auknu mæli, erfitt að fá auga á og enn erfiðara að lifa með afleiðingunum.

Munurinn er nauðsynlegur og afgerandi þegar ala á upp einstakling sem getur virkað í samfélagi. Það erfiðasta við að vera manneskja er að við þurfum að vera saman upp þetta og því á uppeldið að miðast við sameiginleg gildi ekki bara hvað hverjum og einum dettur í hug.

Einstök börn foreldra er samnefnari fyrir fyrirbæri, nefnilega óalandi börn, sem alin eru upp við að þau séu einstök og þurfi þar af leiðandi ekki að fara eftir almennum reglum og gildum sem ríkja í samfélaginu. Það segir sig sjálft að þess konar uppeldi, eða skortur á almennu uppeldi, hefur afleiðingar í för með sér fyrir barnið og umhverfið.

Litlir harðstjórar

Börn sem borin eru í gullstól og ekki alin upp við að bera virðingu fyrir öðrum eða hefur engan til að halla sér upp að í æsku koma sér í ógöngur í samskiptum við aðra. Upplifunin er að þessi börn verða fljótt harðstjórar og því meiri andstöðu sem þau fá í frjálsa uppeldinu því ómögulegri verða þau.

Þegar umhverfið þolir þessi börn ekki lengur, af gildri ástæðu, verða þau ein með ómögulegt verkefni í höndunum og lausnin sem þau fá að heiman er að vekja enn frekari athygli á sér.

Börnin eru háð því að umhverfið sem þau hafa gefið skít í, taki við þeim aftur og gefi þeim annað tækifæri. Slíkt uppeldi dugar ekki á þessa einstöku einstaklinga og foreldra þeirra, þau geta vart fundið út úr markmiðum uppeldisins og gefa börnum sínum of mörg ör á sálina og léleg spil til að spila með í lífinu. Að sjálfsögðu upplifa slík börn andstöðu, pirring og einangrun og sýna fljótt óöryggi í framkomu í návist annara, barna og fullorðina.

Sjálfsmyndin mótast af eigin virðingu. Þau börn sem hafa ekki lært að bíða eftir að komið sé að þeim, að setja ekki eigin þarfir í forgang og hafa ekki lært að virða fullorðið fólk (og alls ekki önnur börn) ferðast um með höfuðið í rassinum rétt eins og foreldrarnir. Þessi börn þarf að passa mest upp á þannig að sjálfs- og heimsmyndin nýtist þeim í gegnum uppeldi sem þau geta nýtt sér.

Þegar stúlka (eða drengur) í 1. bekk kallar kennara ,,fucking hóru“ er það í mínum augum ákall um hjálp- til foreldranna!

Allt of oft

Svona uppákoma er venjuleg á mörgum stöðum. Takmarkalaus hegðun stúlkunnar og viðbrögð foreldranna sem stóðu frammi fyrir hegðun þeirra yndislegu dóttur. Þessar aðstæður er ein af allt of mögum og í mínum huga bendir allt til að eðlilegur agi barna og unglinga sé kannski í samhengi við hegðun fullorðinna. Afleiðingin verður að ranga hegðunin, frá börnum sem eru ekki alin upp (og foreldrum þeirra), fyllir leik- grunn og framhaldsskólana af slíkri hegðun.

Börn og ungmenni hafa þörf fyrir ást og öryggi, það er kjarninn sem allt byggir á en það er ekki nóg! Rammar, uppeldi og viðráðanleg mótstaða dags daglega eru líka afgerandi þættir fyrir byggingarefni barna á lífsleiðinni. Þegar foreldrar misskilja hugtakið að elska og rúlla sínum frábæra afkomanda í heiminum á kostnað annarra svíkja þau barnið og það verður ,,alger pína“ fyrir alla aðra. Greininni lýkur.

Ekkert í henni kemur mér á óvart né heldur hundruðum kennara sem kvarta undan agaleysi, virðingarleysi og munnsöfnuði einstakra barna í grunnskólanum. Margir foreldrar þurfa að taka sér tak, gefa börnum sínum tíma, ramma, kenna þeim að bera virðingu fyrir öðrum, í orðum og gjörðum og veita þeim uppeldi sem gera þau þolanleg innan um aðra, börn og fullorðna.

-Höfundur greinarinnar Helga Dögg Sverrisdóttir, grunnskólakennari.

Byggt á grein Thomas Skovby, aðstoðarskólastjóra, fyrirlesara og rithöfundi. https://www.e-pages.dk/berlingske/3625/article/662732/40/2/render/?token=154b421e214b9a53f1512fe620199f70

 


Nýjast