Finnst þér gaman að hjóla?

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings hjólar með íbúa Hvamms. Mynd/Framsýn.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings hjólar með íbúa Hvamms. Mynd/Framsýn.

Hjól í verkefninu Hjólað óháð aldri var keypt fyrir íbúa Hvamms í lok síðasta árs. Verkefnið gengur út á það að sjálfboðaliðar í samfélaginu fara út að hjóla með íbúana þegar þeim hentar. Hver sem er getur verið hjólari. Það eina sem þarf að gera er að setja sig í samband við aðra undirritaða og framhaldið er sáraeinfalt. Það eina sem þarf að gera er að æfa sig að hjóla og ákveða sjálfur hvenær mann langar að hjóla. Auðveldara getur þetta varla verið.

Gerður hefur verið hópur á fésbókinni, Hjólarar-Húsavík heitir hann og vonumst við til að hann verði boðleiðin milli hjólara og Hvamms. Einnig er hægt að hringja í Hvamm tilað athuga hvort einhvern íbúa langi í hjólatúr.

Engar kvaðir eru á því að vera hjólari aðrar en þær að fara annað slagið (helst sem oftast) út að hjóla á hjóli Hvamms, með einn til tvo íbúa.

Hafið endilega samband ef þið viljið fá frekari upplýsingar.

Björg Björns og Halla Rún.


Nýjast