Akureyri, öll lífsins gæði – en er það svo?

Eins og flestum mun vera kunnugt fluttist það, sem kallað var húsaleigubætur frá sveitarfélögum til ríkisins um sl. áramót þ.e. Vinnumálastofnunar og heitir nú húsnæðisstuðningur. Eftir þennan flutning til ríkisins/vinnumálastofnunar lækkaði t.d. upphæð sú umtalsvert, sem ég fæ þaðan miðað við þær húsaleigubætur, sem ég hafði fengið frá Akureyrarbæ og var nokkuð ánægður með. Þar, sem ég greiði um 60% af mínu framfærslufé, eftirlaunum í húsaleigu munar mikið um þessa lækkun.

Það eru margir bæjarbúar óánægðir, sem eru í svipaðari aðstöðu og ég þar, sem Akureyrarbær hefur tekið upp sömu vinnubrögð og ríkið/vinnumálastofnun og í stað húsaleigubóta, sem komu sér vel eins og fyrr greinir hefur nú tekið upp kerfið húsnæðisbætur, sem setur ómældar hömlur við að sækja um það, sem kallað er sérstakur húsnæðisstuðningur og kem ég að því síðar.

Ég t.d. sótti um en fékk synjun, eðlilega þar sem tilskilinn stigafjöldi skv. 4. tl. 4. gr. nýrra reglna, sem kallast húsnæðisbætur urðu mér fjötur um fót þar, sem ég náði ekki tilskildum stigafjölda.

En rúsínan í pylsuendanum er þessi ef rúsínu skyldi kalla. Þar, sem ég er ekki öryrki líkamlega eða andlega fatlaður, nema hvorutveggja sé en er nokkuð þokkalega á mig kominn stenst ég ekki prófið og er skiljanlega óhæfur til að sækja um það, sem kallað er sérstakur húsnæðisstuðningur.

Ég vil taka það skýrt fram að með þessum orðum mínum er ég ekki að kasta steinum í öryrkja, sem auðvitað þurfa á góðri fjárhagsaðstoð að halda en það á ekki að blanda því í húsaleigubætur þó svo bæjarstjórn Akureyrar feli sig á bak við nýyrðið húsnæðisstuðningur því það er allt annað og sýnist einunigs gert til að koma af sér fjölda fólks, sem annars ætti rétt á sérstökum húsaleigubótum.

Það er talað um að fjöldi fólks, leigjendur, greiði allt að 60% og jafnvel upp í 80% af sínum ráðstöfunartekjum í húsaleigu og nýlegar tölur frá Unicef á Íslandi segja til um að 9.1% barna á Íslandi liði skort einkum þegar kemur að húsnæði. Þetta eru talin vera um 6000 börn og þar af líða um 1600 börn verulegan skort. Það er sagt að stór hluti barnanna búi við óöruggt húsnæði og halda t.d. ekki upp á afmæli né stunda sjálfsagt tómstundastarf. Vonandi eru ekki mörg börn á Akureyri sem svona er ástatt fyrir. Í von um að Akureyri, með öll lífsins gæði haldi reisn sinni, með góðri kveðju.


Nýjast