74% þeirra sem sóttu um nám fá inni í HA næsta skólaár

Umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri fyrir komandi skólaár slógu öll fyrri met og var endanleg t…
Umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri fyrir komandi skólaár slógu öll fyrri met og var endanleg tala umsókna 2083.

Umsóknir um nám við Háskólann á Akureyri fyrir komandi skólaár slógu öll fyrri met og var endanleg tala umsókna 2083.

Í byrjun þessa mánaðar var búið að samþykkja 1531 umsókn, en 552 umsækjendum hefur verið synjað eða þeir ekki sent inn fullnægjandi gögn með umsóknum sínum.  Það eru því einungis 74% umsækjenda sem fá boð um skólapláss.

„Í þessu felst mikil stefnubreyting frá fyrri árum og ljóst að stjórnvöld þurfa að gefa skýr skilaboð um það hvernig takast eigi á við umframeftirspurn eftir námi við Háskólann á Akureyri,“ segir í frétt frá Háskólanum á Akureyri.

Fyrri greiðslufrestur fyrir nemendur sem hafa fengið boð um skólavist var 10. júlí sl., en fyrir þá sem ekki greiddu fyrir þann tíma er mögulegt að greiða, með álagi, seinni greiðslufrest sem er 10. ágúst.

Endanleg tala um fjölda nemenda sem hefja nám við HA í haust verður því ekki ljós fyrr en um miðjan ágúst eða þegar umsækjendur eiga að hafa gert skil á skólagjöldum.


Nýjast