7,2 km hjóla-og göngustígur milli Hrafnagils og Akureyrar

Göngu- og hjólastígurinn mun tengjast inn á nýjan göngu- og hjólastíg við Drottningarbraut á Akureyr…
Göngu- og hjólastígurinn mun tengjast inn á nýjan göngu- og hjólastíg við Drottningarbraut á Akureyri. Mynd/Þröstur Ernir

Eyjafjarðarsveit hefur óskað eftir tilboðum í framkvæmd við hjólreiða- og göngustíg frá Hrafnagili að bæjarmörkum Akureyrar, ásamt lengingu stálröraræsa, endurnýjun og gerð nýrra ræsa undir stíg og lagfæringar á girðingum. Verkið felur í sér lagningu 7,2 km hjólreiða- og göngustíg milli sveitarfé- laganna og eru verklok áætluð þann 1. desember 2017.

Vikudagur greindi frá undirbúningi að framkvæmdinni í vetur. Þar kom fram að kostnaðaráætlun væri um 160 milljónir króna og því nokkuð stórt verkefni fyrir sveitarfélagið. Um 10 km eru á milli Hrafnagils og Akureyrar. Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit, sagði í samtali við Vikudag að stígurinn yrði mikil samgöngubót og einnig öryggisatriði.

Stígur frá Vaðlaheiðargöngum áætlaður næsta vor

Blaðið fjallaði jafnframt um sambærilegan stíg frá Vaðlaheiðargöngum og yfir Leirurnar til Akureyrar sem Svalbarðsstrandarhreppur vinnur að. Verkefnið hefur verið í vinnslu síðan árið 2014. Eiríkur Hauksson, sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi, segir að ekki sé búið að tryggja alla fjármögnun í verkefnið. Forsenda fyrir framkvæmdinni sé að Vegagerðin komi að fjármögnun stígsins og er Eiríkur bjartsýnn á að það takist fyrr en síðar. Hann bendir á að vegurinn sé vinsæl hjólaog gönguleið.

„Þetta er það hættulegur kafli og umferðin þarna um er ekkert að minnka,“ segir Eiríkur. „Vegagerðin er fjársvelt þessa dagana en við stefnum engu að síður á að fara í verkið næsta vor því þessu má ekki fresta mikið lengur.“


Nýjast