3415 útköll hjá Slökkviliði Akureyrar

Mynd/Slökkvilið Akureyrar.
Mynd/Slökkvilið Akureyrar.

Í fyrra fóru sjúkrabílar Slökkviliðs Akureyrar í 2508 útköll. Í sumum tilfellum fara tveir sjúkrabílar úr húsi í sama verkefnið en það gildir meðal annars um útköll í hjartastopp, meðvitundarleysi, meiriháttar bílslys, alvarleg veikindi o.fl. Þau útköll telja samt sem áður sem eitt.

Sjúkraflugvél Mýflugs fór í 770 sjúkraflug með 848 sjúklinga, mannaðar með a.m.k. einum sjúkraflutningamanni frá SA. Þetta er svipaður fjöldi og 2018. Verkefni á dælubíla liðsins voru 137 talsins.

Heildarfjöldi útkalla liðsins voru því 3415 en það þýðir að um níu útköll eru hjá liðinu á dag að meðaltali. Sem er á pari við 2018.  Þetta kemur fram á Facebooksíðu Slökkviliðs Akureyrar. Þar segir ennfremur að erfitt sé þó að horfa í meðaltalstölur í þessum geira því oft er mjög mikill munur á verkefnafjölda á milli daga,


Nýjast