26 sótti um stöðu framkvæmdastjóra nýs landshlutafélags

Með nýju sameinuðu félagi verður áhersla lögð á að efla Norðurland eystra sem eina heild
Með nýju sameinuðu félagi verður áhersla lögð á að efla Norðurland eystra sem eina heild

Alls 26 sótti um stöðu framkvæmdastjóra hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Um nýtt landshlutafélag er að ræða sem verður til vegna sameiningar Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Félagið tók til starfa þann 1. janúar sl. Með nýju sameinuðu félagi verður áhersla lögð á að efla Norðurland eystra sem eina heild. Starfsstöðvar verða fjórar en aðalskrifstofa félagsins verður á Húsavík.

Umsækjendur eru:

-Agnes Arnardóttir verkefnastjóri

-Albertína Friðbjörg Elíasdóttir alþingsmaður

-Arnar Páll Ágústsson 1. Stýrimaður

-Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri

-Berglind Ólafsdóttir ráðgjafi, verkefnastjóri

-Björn S. Lárusson verkefnastjóri

-Daníel Snær Sigfússon bílasali

-Eyþór Björnsson forstjóri

-Friðrik Bjarnason sérfræðingur

-Grzegorz Karwecki starfsmannastjóri

-Gunnar Atli Fríðuson iðnaðarmaður

-Haukur Logi Jóhannsson sjálfstætt starfandi og meistaranemi

-Helga Hrönn Óladóttir framkvæmdastjóri

-Jón Hrói Finnsson stjórnsýslufræðingur

-Jón Ólafur Gestsson hagfræðingur

-Magnús Jónsson viðskiptafræðingur

-Ólafur Kjartansson ráðgjafi

-Pétur Snæbjörnsson sjálfstætt starfandi ráðgjafi

-Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri

-Sesselja Ingibjörg Barðdal forstjóri Kaffi kú

-Sigmundur Einar Ófeigsson framkvæmdastjóri

-Silja Jóhannesdóttir verkefnastjóri

-Snæbjörn Sigurðarson sjálfstætt starfandi verkefnastjóri

-Tryggvi Rúnar Jónsson sjálfstætt starfandi sérfræðingur

-Þórarinn Egill Sveinsson verkefnastjóri og ráðgjafi

-Ögmundur Knútsson ráðgjafi

Ekki liggur fyrir hvenær ráðið verður í stöðuna en samkvæmt upplýsingum blaðsins á að vinna ráðningarferlið hratt og örugglega.


Nýjast