20 milljóna kr. viðauki vegna menningarmála

Amtbókasafnið.
Amtbókasafnið.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur samþykkt að veita viðauka við núgildandi rekstrarsamning við Akureyrarbæ um menningarmál. Viðaukinn er að upphæð 20 milljónir króna og er veittur vegna skylduskila á Amtsbókasafninu og verkefna Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.

Stjórn Akureyrarstofu hefur samþykkt að 12 milljónir fari til Amtsbókasafnsins upp í þann kostnaðsem safnið verður fyrir vegna skylduskila sem er lögbundið verkefni safnsins. Þá fara átta milljónir til Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands


Nýjast