10 bestu hefur göngu sína á ný á Útvarp Akureyri FM 98,7

10 bestu með Ásgeiri Ólafs hefur för sína aftur á Útvarp Akureyri í kvöld, mánudaginn 7. janúar. Þetta verður 12 þátta röð. Fyrsti gestur Ásgeirs verður Axel Axelsson útvarpsstjóri. Mætir hann með sín 10 uppáhaldslög og segir okkur söguna á bakvið þau.

Þættirnir verða á sama tíma á mánudögum klukkan 20 til 22 og 
svo er hann endurfluttur á sunnudögum klukkan 13. Útvarp Akureyri er á Fm 98,7, um allan heim  á netinu www.utvarpakureyri.is og í sjónvarpi símans.


Nýjast