Dagskráin: Um Dagskrána

Dagskráin er öflugasti auglýsingamiðill á Norðurlandi. Hún kemur út á miðvikudögum og er borin inn á hvert heimili og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu. Auk þess liggur hún frammi í verslunum og hjá þjónustuaðilum frá Blönduósi og austur til Vopnafjarðar. Dagskráin er prentuð í 11.500 eintökum. Kannanir Capacent hafa sýnt að Dagskráin ber höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla á svæðinu því 93% kvenna og 85% karla á Akureyri og nágrenni lesa blaðið.