Vill bráðabirgðalög í þessari viku vegna Bakka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokks á Norðurlandi eystra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokks á Norðurlandi eystra.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, oddviti Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, vill að rík­is­stjórn­in setji bráðabirgðalög í þess­ari viku, fyr­ir kosn­ing­arn­ar á laug­ar­dag­inn. Það sé nauðsynlegt til að hægt sé að halda áfram vinnu við að tengja Þeistareyki við Kröflu og upp­bygg­ing­una á Bakka.

Þetta seegir Sigmundur Davíð í aðsendri grein sem birtist í Morg­un­blaðinu í dag. Hann kallar eftir því að Stjórnmálamenn hafi þor til að  rík­is­valdið liðki fyr­ir upp­bygg­ingu á sviði iðnaðar utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Sigmundur Davíð bendir á að slíkan hvata skorti bæði hjá hinum frjálsa markaði en ekki síður í stjórnkerfinu. „Þess vegna þurfa kjörn­ir full­trú­ar al­menn­ings að vera óhrædd­ir við að beita sér til að rétta þá skekkju af,“ skrifar hann.

Sigmundur bendir jafnframt á að kerfið eigi það til að flækjast fyrir því að verkefni á borð við iðnaðaruppbygginguna á Bakka fari af stað. „Rík­is­stjórn­in þarf strax í þess­ari viku að setja bráðabirgðalög svo hægt sé að halda áfram vinnu við að tengja Þeistareyki við Kröflu og upp­bygg­ing­una á Bakka. Ella geta get­ur því mik­il­væga verk­efni verið stefnt í óvissu mánuðum sam­an og það jafn­vel sett í upp­nám fyr­ir vikið.“


Athugasemdir

Nýjast