Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Hverfisnefnd Oddeyrar skilaði athugasemdum til bæjaryfirvalda á Akureyri í síðasta mánuði þar sem skipulaginu vegna komu Krónunnar og ELKO var mótmælt. Óttast íbúar að þetta muni stöðva fjölgun íbúa á svæðinu.

-Hulda Ólafsdóttir, grafískur hönnuður, stofnaði fyrirtækið Hjartalag árið 2013 og fagnar 3 ára afmæli fyrirtækisins um þessar mundir. Hún ákvað að segja upp fastri vinnu og einbeita sér að listasköpuninni. Innblásturinn að hönnun sækir hún í eigið líf, sem og líf samtíðarfólks síns, sem hún nýtir á kærleiksríkan og uppbyggilegan hátt, bæði fyrir sig og aðra. Hún segist hafa nýtt mótlætið í sköpunina og trúir á aðstoð að handan.

-Athafnamaðurinn Pétur Guðjónsson heldur úti norðlensku vefútvarpi eða podcast þar sem hann sendir daglega út 40 mínútna langa þætti til 24. desember. Vefútvarpið nefnist Jóladagatal Péturs og tekur hann þættina upp heima hjá sér.

- Hið þekkta íslenska jólalag, „Hátíð fer að höndum ein“, í útsetningu Eyþórs Inga Jónssonar organista á Akureyri, hefur verið sungið víða í kórum bæði hérlendis og erlendis í haust. Í stað þess að rukka fyrir útsetninguna hefur Eyþór farið á leit við þá sem fá lagið að styrkja gott málefni með ákveðinni upphæð.

-Fulltrúar Iceland Airwaves hafa sóst eftir styrk frá Akureyrarbæ vegna hátíðinnar sem fram að hluta fyrir norðan næsta ár og hefur stjórn Akureyrarstofu samþykkt að ganga til viðræðna við IA um stuðning við hátíðina til næstu þriggja ára.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  


Athugasemdir

Nýjast