Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Hjónin Inga Lilja Ólafsdóttir og Geir Gíslason hafa rekið gistingu og veitingasölu á Akureyri Backpackers frá árinu 2012. Þau hafa verið saman frá unglingsaldri og segja gott samband lykilinn að því að geta unnið náið saman. Vikudagur heimsótti hjónin á Backpackers.

-Eyjólfur Guðmundsson rektor við HA segir að ef áætlun sem ríkið hefur samþykkt verði að veruleika verði Háskólinn á Akureyri ekki sama stofnun eftir þrjú ár og hún er í dag.

-Þrjár nýjar rennibrautir verða settar upp í Sundlaug Akureyrar og við endurbætur á sundlaugarsvæðinu bætist við tvískiptur pottur og nýtt sólbaðssvæði.

-Sævar Helgason hefur gengið 52 sinnum upp að Skólavörðu á Vaðlaheiði það sem af er árinu en hann setti sér þetta markmið í upphafi árs. Ferð númer 52 var farin sl. sunnudag.

-Sportið er á sínum stað þar sem sagðir eru fréttir úr heimi fótboltans, handboltans, körfuboltans og fjallað um íshokkí og blak.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is  

 


Athugasemdir

Nýjast