Vikudagur á morgun

Vikudagur kemur út á morgun, fimmtudag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli og segist hvergi nærri hætt þótt aldurinn færist yfir. Hún vinnur nú ásamt öðrum að undirbúningi fyrir 100 ára afmæli Leikfélags Akureyrar og kennir einnig eldra fólki framsögn og tjáningu. Vikudagur kíkti í heimsókn til Sögu og spjallaði við hana um leiklistina, lífið og tilveruna.

-Alvarlegum málum fjölgar hjá Barnavernd Akureyrar. Aukið álag er á starfsfólki og bæta þarf við sérfræðingum segir forstöðumaður Barnaverndar.

-Vinir Hlíðarfjalls hafa sýnt því áhuga að koma að uppbyggingu og fjármögnun nýrrar lyftu í Hlíðarfjall í nánustu framtíð í samstarfi við Akureyrarbæ og önnur fyrirtæki.

-Sandra Bergljót Clausen, 33 ára Akureyringur og nýr skáldsagnahöfundur, sendir frá sér sína fyrstu skáldasögu, Fjötra, í byrjun nóvember.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is


Athugasemdir

Nýjast