Viðburðaríkur vetur hjá Menningarfélagi Akureyrar

Viðburðaríkur vetur er hafinn hjá Menningarfélagi Akureyrar þar sem Leikfélag Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarhúsið Hof leiða saman krafta sína undir merki MAk og bjóða gestum sínum upp á fjölbreytta og skemmtilega við­ burði.

Með sameiningu þessara þriggja félaga öðlast þau aukinn slagkraft. Nýting á húsnæði og fjármunum verð­ur betri og þó vart hafi orðið við byrjunarerfiðleika eru félögin að slípast saman og hefur MAk alla burði til að efla og styrkja menningarlíf á Norðurlandi öllu enn frekar.

Dagskrá vetrarins er fjölbreytt og við erum ákaflega stolt af henni. Við teljum að hún muni veita áhorfendum innblástur og gleði. Með henni leggjum við rækt við samfélagið og auðgum það um leið. Uppfærslur Leikfélags Akureyrar opna nýja sýn á samfélagið og söguna ásamt því að hlúa að yngri kynslóðinni í leikhúsi, bæði meðal áhorfenda og þátttakanda með því að taka verkefni í fóstur.

Punkturinn yfir i-ið  hjá LA er er frumsýning á nýju íslensku barnaleikriti Núnó og Júnía sem er úr smiðju sömu höfunda og leikgerðar Pílu Pínu sem sló eftirminnilega í gegn síðasta vetur.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leitast einnig við að laða að nýja áheyrendur með því að brjóta  tónlistarmúra ásamt því að leggja rækt við klassíkina. Í fyrsta skiptið á Akureyri verður boðið upp frumsýningu á ballett.

Hnotubrjóturinn í viðhafnarbúningi St. Petersburg Festival Ballet við tónlist Tchaikovskys. Er það sýning sem ég hvet fólk til að láta ekki fram hjá sér fara.

Menningarhúsið Hof tekur á móti fjölda tónleika, funda og ráðstefna þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar og lagt er upp úr að taka vel á móti gestum. Húsið er stútfullt af lífi frá morgni til kvölds. Undir hatti Menningarfélags Akureyrar sameinast metnaðarfull dagskrá sem framleidd er á Akureyri og félagið fær til sín það besta sem er á boðstólum í menningarlífi Íslendinga.

Höfundur er framkvæmdastjóri MAk.


Athugasemdir

Nýjast