Þörf á hagræðingu án þess að skerða lífsgæði bæjarbúa

Akureyrarbær. Guðmundur Baldvin Guðmundsson segir mikilvægt að ná tökum á rekstri bæjarins án þess a…
Akureyrarbær. Guðmundur Baldvin Guðmundsson segir mikilvægt að ná tökum á rekstri bæjarins án þess að skerða lífsgæði bæjarbúa.

Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar skilaði í sumar af sér tillögum til að koma rekstri A-hluta bæjarins í jafnvægi. Í tillögum hópsins var lagt til að hagrætt yrði strax á þessu ári fyrir ríflega 300 milljónir króna. Nefndir bæjarins fengu tillögurnar til meðferðar og vísuðu viðaukum vegna þeirra til bæjarráðs sem gekk frá afgreiðslu þeirra í síðustu viku.

Aðgerðarhópurinn, sem skipaður var oddvitum allra flokka í bæjarstjórn ásamt bæjarstjóra, fjármálstjóra bæjarins og utanað­ komandi ráðgjafa, hafði það hlutverk að koma með tillögur að bættum rekstri sveitarfélagsins strax á þessu ári auk þess að móta tillögur að sjálbærum rekstri til
lengri tíma litið. Vinnan aðgerðarhópsins var nokkuð viðameiri en reiknað var með og var heildarkostnaður við verkefnið 13 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir 12 milljónum króna.

Hagræða á mest í félagsþjónustu eða um 59 milljónir, 44 milljónir í fræðslumálum, 24 milljónir í menningarmálum og 23 milljónir í æskulýðs­ og íþróttamálum. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir í samtali við Vikudag að við­búið sé að hagræðingin muni ekki duga ein og sér til rétta reksturinn af.

Ítarlega er rætt við Guðmund Baldvin um stöðuna á rekstri bæjarins í prentútgáfu blaðsins. 


Athugasemdir

Nýjast