Sveitarfélögin beri hita og þunga af því að sinna ferðamönnum

Mynd: samband.is
Mynd: samband.is

Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun, að ríkissjóður hefði „gríðarlegar tekjur“ af ferðamönnum en sveitarfélögin bæru hita og þunga af því að sinna ferðamönnum en skorti til þess tekjur. Það ætti ekki síst við fámenn, landmikil sveitarfélög sem hefðu vinsæla ferðamannastaði innan sinnan marka. Þetta kemur fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að stóraukinn ferðamannastraumur til Íslands væri „eitt það besta sem fyrir hagkerfið okkar hefur komið.“ Viss hættumerki fylgdi því ef íslenska krónan styrktist of mikið en svarið væri að auka stöðugleika í efnahagslífinu og taka ekki fyrir fram út ágóða af batnandi efnahagsástandi með tugprósenta kauphækkunum aftur og aftur.


Athugasemdir

Nýjast