Sund léttir lund!

Það er fátt íslenskara en upphituð sundlaug – nema ef til vill fiskvinnsla. Sundlaugar má finna í flestum bæjarfélögum á Íslandi og þær eru mikilvægur samkomustaður allan ársins hring.

”Marel sér fjölda fyrirtækja um allt land fyrir háþróuðum tæknibúnaði til fiskvinnslu. Samstarf fyrirtækjanna og Marel er náið og þar skipta starfsmenn miklu máli. Því langar Marel til að gleðja íbúa bæjarfélaga sem nýta sér Marel tæki með lítilli gjöf, sundboltum. Boltunum er dreift á sundlaugar víða um land í laugar nærri fiskvinnslustöðvum til þess að sem flestir geti notið þeirra,” segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Fyrstu sundboltunum var dreift á Dalvík á Fiskideginum mikla, við góðar undirtektir en nú í vetur hafa boltar verið sendir 30 sundlaugum til viðbótar til sundlauga í bæjarfélögum á landsbyggðinni. Sundboltarnir eru bláir að lit með silfruðu Marel merki.


Athugasemdir

Nýjast