Slysum af völdum ölvunaraksturs þrefaldast

Mikil fjölgun umferðaslysa hefur orðið á þessu ári sem rekja má til ölvunaraksturs samkvæmt fréttatilkynningu frá Samgöngustofu. Útlit er fyrir að allt að þrisvar sinnum fleiri slasist vegna ölvunaraksturs í ár en á síðasta ári.

Frá árinu 2008, hefur umferðarslysum þar sem ölvun kemur við sögu fækkað umtalsvert. Nú virðist hinsvegar eiga sér stað viðsnúningur og samkvæmt Samgöngustofu „er hann svo mikill að óhætt er að segja að svo ör aukning hafi ekki sést áður á einu ári“.

„Fyrstu átta mánuði ársins 2016 slösuðust 52 vegna ölvunaraksturs og ef fram fer sem horfir stefnir í 80 slasaða vegna ölvunaraksturs árið 2016,“ segir í tilkynnigunni.

Samkvæmt lögregluskýrslum eru flestir þeirra sem valdið hafa umferðarslysum á fyrstu átta mánuðum þessa árs og reyndust vera undir áhrifum áfengis á aldrinum 17 – 21 árs.

Línurit Samgöngustofu

Súlurit samgöngustofa

 

 


Athugasemdir

Nýjast