Slökkvilið kallað út vegna reyks í hvalaskoðunarbáti

Ekki reyndist um eld að ræða, en talsvert tjón varð á rafbúnaði vegna leka. Mynd: epe
Ekki reyndist um eld að ræða, en talsvert tjón varð á rafbúnaði vegna leka. Mynd: epe

Slökkviliðið á Húsavík var kallað út í gær þegar sjálfvirkt brunavarnakerfi fór í gang í Andvara, öðrum af tveimur rafbátum Norðursiglingar.

Ekki reyndist um eld að ræða heldur hafði leki komið að bátnum og hann tekið talsverðann sjó inn á sig. Við það hafi tvær rafhlöður brunnið yfir og framkallað reyk sem setti kerfið í gang. Slökkviliðið vann að því að dæla sjó upp úr Andvara þegar blaðamann bar að garði en minnstu mátti muna að báturinn hefði sokkið þar sem hann lá bundinn við bryggju. Vel gekk að dæla upp úr honum en ljóst er að talsvert tjón varð á rafkerfi bátsins.

Aðeins er um tvær vikur síðan Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra vígði Andvara, við formlega athöfn í Húsavíkurhöfn, en framtíðarsýn Norðursiglingar byggist að verulegu leyti á því að rafvæða allan flota sinn.

Leki í Andvara sept. '16


Athugasemdir

Nýjast