Skoða möguleikann á að reisa leikskóla við Glerárskóla

Með lokun Hlíðabóls verður enginn hverfisleikskóli í Glerárhverfi en skoða á möguleikann á því að re…
Með lokun Hlíðabóls verður enginn hverfisleikskóli í Glerárhverfi en skoða á möguleikann á því að reisa nýjan hverfisleikskóla á næstu árum. Mynd/Þröstur Ernir

Í bókun skólanefndar Akureyrarbæjar er fagnað þeim áformum um uppbyggingu íbúðabyggðar í Glerárhverfi en nefndin minnir jafnframt á mikilvægi þess að hugað sé samhliða að uppbyggingu leikskóla í hverfinu á næstu árum. Eins og fjallað hefur verið um í Vikudegi mun Akureyrarbær loka leikskólanum Hlíðabóli næsta sumar og því verður enginn hverfisleikskóli á svæðinu.

Lokunin var harðlega gagnrýnt af foreldrum leikskólabarna við skólann sem settu af stað undirskriftalista þar sem krafist var þess að skólinn yrði áfram opinn. Formaður skólanefndar Akureyrar segir að nú sé skoðað af fullri alvöru að byggja leikskóla við Glerárskóla en lengri frétt um málið má finna í prentútgáfu Vikudags. 


Athugasemdir

Nýjast