Sigmundur Davíð sigurviss

Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins sækjast eftir því að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi.
Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins sækjast eftir því að leiða flokkinn í Norðausturkjördæmi.

Á morgun fer fram tvöfalt kjördæmisþing Framsóknarmanna í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Þar munu Framsóknarmenn velja framboðslista sinn í kjördæminu. Tvöfalt fleiri fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu en á venjulegu kjördæmisþingi. Búist er við að vel á þriðja hundrað manns taki þátt í þinginu en  um 370 flokksmenn eiga seturétt.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins segist í samtali við Fréttablaðið í morgun vera bjartsýnn á sigur í kjördæminu en tekur þó engu sem gefnu. „Ég tel mig eiga stuðningsmenn víða í kjördæminu sem munu mæta á þingið,“ segir Sigmundur. Hann segir jafnframt bjartsýni sína koma í veg fyrir að hann hafi hugleitt hvað hann geri nái hann ekki kjör

Þá kemur einnig fram í Fréttablaðinu að stuðningur við Sigmund Davíð virðist mikill bæði í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi og það staðfestir Þorgrímur Sigmundsson, formaður Framsóknarfélagsins á Húsavík.

Höskuldur Þórhallsson sækist einnig eftir fyrsta sæti í kjördæminu og hann virðist helst sækja stuðning sinn á Akureyri en þaðan eru um 110 flokksmenn sem hafa seturrétt á þinginu.

Einnig bjóða Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, sitjandi þingmenn flokksins, sig fram gegn Sigmundi Davíð í fyrsta sætið. 


Athugasemdir

Nýjast