„Sammála um leikkerfi en meiningarmunur um útfærslu þeirra“

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Mynd/aðsend
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Mynd/aðsend

Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata skilaði í dag stjórnarmyndunarumboðinu til forseta Íslands. Píratar hafa undanfarið verið í óformlegum viðræðum við Vinstri græna, Samfylkingu, Viðreisn og Bjarta Framtíð um myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vikudag að það væru vonbrigði að flokkarnir fimm hefðu ekki getað náð saman, lítið hafi vantað upp á. „Þetta gekk ekki í bili. Það eru nokkur vonbrigði þar sem ég taldi að þetta væri orðið spurning um handavinnu. Um flest mál var nokkuð góður samhljómur. Eins og þetta var í handboltanum; sammála um leikkerfi en meiningarmunur um útfærslu þeirra,“ segir Logi

Aðspurður um næstu skref og hvort líta verði til framsóknarflokksins sem valkostar segist Logi Már ekkert vita hvað gerist næst en að hann útiloki ekki samtal við nokkurn mann. „Málefnin ráða för hjá öllum,“ segir hann.

Hann vildi heldur ekki gefa upp hvort staðið hafi upp á Vinstri græna í viðræðunum. „Hver verður að svara fyrir sig. Mín afstaða er að þetta hefði verið líklegasta munstrið til að koma á umbótum og standa við loforð, sem flestir gáfu, um uppbyggingu heilbrigðis- menntamála og uppbyggingu innviða,“ segir Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar.

 


Athugasemdir

Nýjast