SA vilja fækka sveitarfélögum niður í 9

Akureyri myndi sameinast öðrum sveitarfélögum á Norðausturlandi ef hugmyndirnar ná fram að ganga
Akureyri myndi sameinast öðrum sveitarfélögum á Norðausturlandi ef hugmyndirnar ná fram að ganga

Samtök atvinnulífsins (SA) leggja til að sveitarfélögum verði fækkað úr 74 í níu. Fréttablaðið segir frá þessu og vísar í nýja skýrslu efnahagssviðs SA um stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi.

Með sameiningu er litið til þess að svigrúm gæti aukist til að færa fleiri stór verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Tilfærsla málefna fatlaðra til sveitarfélaganna hefur til að mynda ekki gengið vandræðalaust.

Þá segir Ólafur Loftsson, skýrsluhöfundur og starfsmaður efnahagssviðs SA við Fréttablaðið að færri og stærri sveitarfélög eigi að skila aukinni stærðarhagkvæmni. „Þarna fáum við til að mynda tækifæri til þess að veita betri þjónustu þar sem stærri sveitarfélög eiga auðveldara með að draga til sín sérhæft, vel menntað og reynslumikið fólk til starfa,“ segir hann.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur lýst hrifningu sinni á hugmyndinni. Hugmyndir í þessa átt hafi komið frá samráðsvettvangi um aukna hagsæld á Íslandi og heyrst í ráðherratíð Kristjáns Möller á þarsíðasta kjörtímabili. 

Nánari umfjöllun um málið má lesa í Fréttablaðinu eða á Vísi.


Athugasemdir

Nýjast