Rúmur kílómetri í gegnumslag í Vaðlaheiðargöngum

Mynd/Valgeir Bergmann
Mynd/Valgeir Bergmann

„Eins og landsliðið þá stóð verktakinn sig vel þessa vikuna í jarðgangagreftri,“ segir á Facebook­síðu Vaðlaheiðarganga. Alls var grafið 80 metra í síðustu viku sem er mesta framvinda í göngum Eyjarfjarðarmegin frá því að verktakinn lenti í stórri heitavatnsæð í febrúar 2014. Samanlögð lengd ganga er 6.175,5 metrar sem er 85,7% af heildarlengd. Eftir á að grafa 1.030,5 metra.

„Ágætar jarðfræðilegar aðstæður voru í vikunni Eyjafjarðarmegin. Svokallaður blandaður stafn nær alla vikuna, basalt, kargi og þunnt rautt millilag. Utan ganga var unnið við að setja neðra burðarlag á Grenivíkurveg og keyrslu á efni í flughlað. Fnjóskadalsmegin var stutt vika vegna vaktarfría,
áframhald á ásprautun og styrkingu á hrunsvæði. Vonast er til að styrkingarvinna klárist í þessari viku og þá hefst gangagröftur að nýju en farið
verður hægt yfir til að byrja með,“ segir á Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga. Búist er við að slegið verði í gegn snemma á næsta ári.


Athugasemdir

Nýjast