Öruggur sigur hjá Sigmundi Davíð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hlaut örugga kosningu sem oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi en kosið var í dag. Hann hlaut meira en helming atkvæða og því þarf ekki að kjósa aftur um efsta sætið. Sigmundur hlaut yfirburðarkosningu eða 170 atkvæði, 72 prósent. Höskuldur Þórhallsson fékk aðeins 24 atkvæði eða 10,2 prósent. Frá þessu er greint á vef Rúv.
 

238 greiddu atkvæði í kosningunni en 374 voru á kjörskrá. Höskuldur Þórhallsson steig í pontu eftir að úrslitin voru ljós og lýsti því yfir að hann myndi ekki sækjast eftir sæti á listanum.  

Að minnsta kosti níu þingmenn flokksins sækjast því ekki eftir endurkjöri eða hafa tapað í prófkjöri. Framsóknarflokkurinn fékk í síðustu kosningum nítján þingmenn kjörna.

Þórunn Egilsdóttir varð í öðru sæti í kosningunni - hún fékk 39 atkvæði eða 16,6 prósent. Hún var sjálfkjörinn í annað sætið eftir að Líneik Anna Sævarsdóttir lýsti því yfir að hún myndi ekki gefa kost á sér í það sæti. Líneik fékk aðeins tvö atkvæði í kosningunni um efsta sætið, segir á vef Rúv.

 


Athugasemdir

Nýjast