Orkusalan gefur Norðurþingi rafhleðslustöð

Gunnar Hrafn og Kristján Þór  sveitarstjóri tóku við gjöfinni.
Gunnar Hrafn og Kristján Þór sveitarstjóri tóku við gjöfinni.

Í vikunni komu starfsmenn Orkusölunnar færandi hendi í stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík.

Tilgangur þeirra var að færa Norðurþingi rafhleðslustöð fyrir ökutæki að gjöf en Orkusalan gefur öllum sveitarfélögum eina slíka stöð.  

Á heimasíðu Norðurþings segir að sveitarfélagið fagni þessari gjöf sem mun verða sett upp sem fyrst, við stjórnsýsluhúsið á Húsavík.


Athugasemdir

Nýjast