Óráðssía í fjármálum MAk

Kunnuglegar fréttir bárust fyrir stuttu þar sem bæjarstjórn Akureyrar varð að leggja til 75 milljónir aukalega til MAK en það er samansafn Hofs menningarfélags, sinfóníunnar og leikfélagsins LA. Nokkrir „vitringar“ töldu að með sameiningu þessara þriggja stofnana fyrir nokkrum árum væri fengin allsherjarlausn á fjármálum þessa geira en þar fóru „vitringarnir“ heldur betur villur vega.

Sagt er að framangreint framlag til MAk sé vegna taprekstrar á „batterí­inu“ og óráðssíu þar í fjármálum og er þessi klisja vel kunn. Það var nefnilega nokkuð árvist hér á árum áður þegar LA var og hét í Samkomuhúsinu að ausa þurfti viðbótarfjárframlögum í leikfélagið allt frá nokkrum milljónum og upp á 80 milljónir man ég þegar mest var. Og aldrei bar fólk gæfu til þess að hugsa og hafa hemil á ástandinu, sem þurfti þó enga snillinga til.

Nú ber svo við að einum manni er kennt um fjárþurðina, þeim sem ráð­inn var til að hafa hemil á rekstrinum. Ekki gekk betur til en svona og mað­urinn sagði starfi sínu lausu og þess vegna hlýtur að verða að fást svar við því hvort um fjárdrátt er að ræða, sem greinarhöfundur er alls ekki að gefa í skyn, eða aðra óskýrða hluti þar sem grunur leikur frekar á því. Fólk ætlar nefnilega seint að læra og er heldur ekki kennt það, því bærinn bara borgar.

Á fyrri árum LA var allt lagt upp úr snobbinu því atvinnuleikhús var það eina utan Rvík varð það að verða hvað sem kostaði atvinnulausa leikara úr Rvík ráðnir í atvinnubótavinnu til Akureyrar, og ágætir heimaleikarar hunsaðir og peningasvallið hélt áfram. Ekki nóg með það heldur var í þá daga ráðinn til LA formaður stjórna bú­settur í Rvk á góðum launum svo eitthvað fór í fargjöld á milli Akureyrar og Rvík auk annars kostnaðar. En þetta skyldi vera atvinnuleikhús og þá mátti auðvitað engu til sparað þó margoft væri bent á ódýrari rekstrarleiðir. En þetta er Akureyri í dag, öll lífsins gæði að sagt er.


Athugasemdir

Nýjast