Mugison á Græna hattinum

Mugison. Mynd: Daníel Starrason/ Græni hatturinn
Mugison. Mynd: Daníel Starrason/ Græni hatturinn

Í kvöld, fösturdag er það sjálfur Mugison sem kemur á Græna hattinn eftir töluverða bið og heldur tvenna tónleika í kvöld.

Mugison hefur nýlega klárað nýja plötu, þá fyrstu síðan metsöluplatan Haglél kom út árið 2011. Mugison hefur spilað mjög lítið hér heima síðan þá en Mugison mun spila nýju og gömlu lögin í bland. Þessir tónleikar verða hinir eiginlegu útgáfutónleikar.

„Hann hefur lofað geggjuðum tónleikum þar sem öllu verður til tjaldað, fallegu lögin verða enn fallegri og grófu lögin negld niður eins og það sé stormur í aðsigi. Geggjuð tónlist flutt af ástríðu og einlægni sem Mugison er þekktur fyrir,“ segir um tónleikana.

Mugison ætlar að gefa öllum tónleikagestum nýja diskinn með í kaupbæti. Tónleikar eru kl. 20.00 og kl. 23.00.

Jón Jónsson á laugardagskvöld

Á laugardagskvöldið er það Jón Jónsson sem heldur uppi fjörinu. Jón mun flytja sín bestu lög ásamt hljómsveit sinni og halda uppi stemmingu sem fáir geta skapað.

Í sumar sendi Jón Jónsson frá sér lagið Your Day sem ný­ verið náði toppi Lagalistans. Árið 2014 gaf Jón út plötuna Heim og er ekki ólíklegt að lög á borð við Gefðu allt sem þú átt, Endurgjaldslaust, Ykkar koma og Heltekur minn verði leikin á tónleikunum. Platan Wait for Fate sló einnig rækilega í gegn þegar hún kom út árið 2011 og er aldrei að vita nema lög eins og Kiss in the Morning, Sooner or Later, Always Gonna Be There og When You’re Around fái að hljóma. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00


Athugasemdir

Nýjast