Málþing um líknarþjónustu

Akureyri, mynd úr safni
Akureyri, mynd úr safni

Efnt verður til málþings um þróun og framtíðarsýn líknarþjónustu á Norðurlandi föstudaginn 30. september kl. 13-17. Málþingið fer fram í Oddfellowhúsinu að Sjafnarstíg 3 á Akureyri. 

Á dagskrá þingsins eru fjölbreytt erindi um líknar- og lífslokameðferð en auk þess mun Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, ávarpa gesti. Fjallað verður um reynslu starfsfólks og aðstandenda af líknarþjónustu, spurt hvort lækning og líkn sé sitthvor hluturinn, um reisn og virðingu við lífslok frá siðferðilegu sjónarmiði, um líknardeild við Sjúkrahúsið á Akureyri o.fl. Að erindum loknum verður efnt til pallborðsumræðna um efni þingsins.

Að málþinginu standa Hollvinasamtök líknarþjónustu á Íslandi, Heimahlynning á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akureyri, Háskólinn á Akureyri og Oddfellowreglan á Akureyri.

Málþingsstjóri er Tryggvi Gíslason, frá Hollvinasamtökum líknarþjónustu á Akureyri og fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri.

Ekki er nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega og er aðgangur ókeypis.


Athugasemdir

Nýjast