Leikhúsbrellur sem ekki hafa sést áður

Aðalleikararnir þeir Bjarni Snæbjörnsson og Alexander Dantes Erlendsson. Mynd: MAk.is
Aðalleikararnir þeir Bjarni Snæbjörnsson og Alexander Dantes Erlendsson. Mynd: MAk.is

Æfingar á leikritinu Núnó og Júníu eru nú í fullum gangi.  Þetta er hugljúft og spennandi leikrit sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir 18. febrúar. Það eru leikararnir Alexander Dantes Erlendsson, Bjarni Snæbjörnsson og Dominque Gyða Sigrúnardóttir sem leika aðalhlutverkin.  Leikstjóri er Sara Martí Guðmundsdóttir en hún er einnig einn af tveimur handritshöfundum.

Leikgerðin af Núnó og Júníu er skrifuð af Söru Martí Guðmundsdóttir og Sigrúnu Huld Skúladóttir, Þær eru Akureyringum/Norðlendingum kunnugir þar sem  þær skrifuðu leikgerð Pílu pínu sem sló í gegn á síðast ári. Sara og Bjarni hafa unnið saman áður fyrir Leikfélag Akureyrar en þau komu bæði að leikritinu Lífið notkunarreglur sem var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á sínum tima og naut mikilla vinsælda. Alexander Dantes er nýútskrifaður leikari og er talinn mjög efnilegur. 

Núnó og Júnía er fjölskylduleikrit þar sem tekið er á vanda barna og unglinga í nútímasamfélagi á léttum nótum. Á sviði verður nú í fyrsta skipti sýndar brellur sem aldrei hafa verið sýndar fyrr hjá Leikfélagi Akureyrar og jafnvel á Íslandi en Júnía mun vera ósýnileg meirihluta verksins.

Leikritið er frumsýnt 18. febrúar og það er sýnt í Hofi. Menningarfélagið er stolt af því að vera frumsýna nýtt Íslenskt verk á afmælisári Leikfélags Akureyrar. Það er alltaf ástæða til að gleðjast þegar fjölskyldumeðlimur á stórafmæli. 

 


Athugasemdir

Nýjast