Hjólað – óháð aldri: Söfnun hafin á Húsavík

Hjólað óháð aldri stendur fyrir hjólreiðum með eldri borgara á hjúkrunarheimilum á Íslandi.

Hjólað óháð aldri - byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði íbúa á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla. Þannig er hægt að stuðla að því að fleiri geti upplifað og notið útivistar og ánægju af að vera virkir vegfarendur í eigin nágrenni. Þannig styrkjum við lýðheilsu þessa hóps ennfremur. Hjólarar eru skipaðir sjálfboðaliðum, starfsmönnum heimilanna eða aðstandendum íbúanna.

Christania bikes í Kaupmannahöfn hefur sérhæft sig í gerð góðra reiðhjóla, sem taka tvo farþega framan við ökumanninn og eru að hluta til rafknúin. Nú þegar eru 9 hjúkrunarheimili um land allt komin með hjól og fleiri hjól á leiðinni. Frekari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðunni hoa.is og á facebook síðunni hjólað óháð aldri.

Hafin er söfnun fyrir kaupum á 1-2 hjólum á Húsavík. Eitt hjól kostar um 800.000 krónur ef um gjafafé er að ræða. Við biðlum til samfélagsins hér á Húsavík þ.e. félagasamtaka, stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, um að taka höndum saman og gera þessa hugmynd að veruleika. Margt smátt gerir eitt stórt. Þeir sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið eru beðnir að hafa samband við umsjónarmenn söfnunarinnar

Björgu Björnsdóttur, bjorgb@ hsn.is , S: 8982071 eða Höllu Rún Tryggvadóttur, hallart@ simnet.is , S: 8634178

Söfnunarreikningur: 019205-060401 Kt: 211174-3589

Með von um góðar undirtektir.

Björg og Halla. 


Athugasemdir

Nýjast