„Heimsmet í galskap!“

Séð yfir iðnaðarsvæðið á Bakka. Mynd: epe.
Séð yfir iðnaðarsvæðið á Bakka. Mynd: epe.

„Þegar fyr­ir ligg­ur að á Norðaust­ur­landi rís ann­ars veg­ar raf­orku­ver og hins veg­ar verk­smiðja sem á að nota ork­una en ekki má leggja lín­ur þar á milli til að vænt­an­leg­ur orku­kaup­andi getið stungið í sam­band ... ja það er galið. Það hlýt­ur jafn­vel að kall­ast heims­met í gal­skap!“ sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra á fjár­málaráðstefnu sveit­ar­fé­lag­anna í dag.

Á heimasíðu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga kem­ur fram að um­mæl­in hafi fallið í sam­tali Bjarna og Hall­dórs Hall­dórs­son­ar, for­manns Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga en Sigrún Stef­áns­dótt­ir, for­seti hug- og fé­lags­vís­inda­sviðs Há­skól­ans á Ak­ur­eyri, stjórnaði spjalli ráðherr­ans og for­manns­ins.

Það kom því nokkuð skýrt fram að fjármálaráðherrann ætlar að fylgja því fast eftir að Alþingi samþykki nýkynnt frumvarp um heimild fyrir Landsnet til að reisa og reka raflínur milli Þeistareykjavirkjunar og iðnaðarsvæðisins á Bakka.


Athugasemdir

Nýjast