Hæstiréttur staðfestir að Hólaafréttur er þjóðlenda

Úrskurður Óbyggðanefndar frá 2009 um að Hólaafréttur í Eyjafjarðarsveit sé þjóðlenda hefur nú verið staðfestur af Hæstarétti Íslands. Eigendur jarðarinnar Hóla í Eyjafirði stefndu íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra vegna úrskurðarins.

Í úrskurðinum segir að landsvæðið Hólaafréttur sé þjóðlenda en nyrsti hluti þess sé að hluta í afréttareign eigenda Hóla. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfum landeigendanna. Þeir áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar sem hefur nú hefur staðfest dóminn úr héraði

Þar segir að réttindi eigenda Hóla hefðu verið bundin við hefðbundin afréttarnot. Því væri niðurstaða hins áfrýjaða héraðsdóms staðfest um að nyrsti hluti Hólaafréttar væri þjóðlenda í afréttareign eigenda jarðarinnar Hóla.

RÚV greindi frá þessu.


Athugasemdir

Nýjast