Göngu- og hjólastígur milli Svalbarðsstrandarhrepps og Akureyrar

Stígurinn yrði mikil samgöngubót og öryggisatriði segir sveitarstjóri í Svalbarðsstrandahreppi. Mynd…
Stígurinn yrði mikil samgöngubót og öryggisatriði segir sveitarstjóri í Svalbarðsstrandahreppi. Mynd/Þröstur Ernir

Svalbarðsstrandarhreppur vinnur að því að koma á göngu- og hjólastíg frá Vaðlaheiðargöngum til Akureyrar. Eiríkur H. Hauksson, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, segir verkefnið hafa verið í vinnslu frá árinu 2014 og um mikið öryggisatriði sé að ræða. Stígurinn er hannaður með fyrst og fremst samgöngubót í huga. Eiríkur segist vonast til þess að hægt sé að nýta efni úr Vaðlaheiðargöngum í verkefnið og að framkvæmdir hefjist á næsta ári.

Ítarlegra er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í gær og rætt við Eirík H. Hauksson.


Athugasemdir

Nýjast