Foreldrarölt á Akureyri rætt á opnum fundi

Fyrir tveimur árum fjallaði Vikudagur um fíkniefnabæli við Síðuskóla en í kjölfarið var farið í átak…
Fyrir tveimur árum fjallaði Vikudagur um fíkniefnabæli við Síðuskóla en í kjölfarið var farið í átak í foreldrarölti sem nú á að endurvekja. Mynd/Þröstur Ernir

Opinn fundur um verkefnið Foreldrarölt á Akureyri verður í sal Brekkuskóla í kvöld, fimmtudag kl. 20:00. Um samstarfsverkefni er að ræða milli Samtaka-samtök foreldrafélaga, Rósenborgar, skóladeildar og lögreglu. Eins og Vikudagur fjallaði um í vor var ákveðið að hefja foreldrarölt að nýju í haust þar sem þess var orðið vart að óæskilegir aðilar leggi leið sína á grunnskólalóðir á Akureyri og noti skjól við skólana undir eitulyfjaneyslu. Bregðast á við þessari ógn með því að hefja aftur foreldrarölt í öllum hverfum bæjarins og í miðbænum, líkt og tekið var upp fyrir tveimur árum.


Athugasemdir

Nýjast