Endurfundir hjá meistaraliði Völsungs frá ´86

Á töflufundi með Guðmundi Ólafssyni. Hér m.á. m.a. sjá landsliðsmanninn Ómar Rafnsson og Eirík Björg…
Á töflufundi með Guðmundi Ólafssyni. Hér m.á. m.a. sjá landsliðsmanninn Ómar Rafnsson og Eirík Björgvinsson, bæjarstjóra á Akureyri.

 

Það var mikil gleði í Vallarhúsi Völsungs s.l. laugardag þegar leikmenn meistaraflokks frá árunum 1986-87 komu saman í tilefni af því að nú í haust eru 30 ár  frá því félagið vann sig fyrst í upp efstu deild í knattspyrnu.

Mæting var ótrúlega góð og flestir sem yfirhöfuð voru á landinu voru mættir. Tveggja var auðvitað sárt saknað úr hópnum, Birgi Skúlasyni og Unnari Jónssyni, þeim einu sem hafa helst úr lestinni, og blessuð sé minning þeirra.

Þjálfarinn Guðmundur Ólafsson, skellti á töflufundi og fór yfir leiki liðsins á þessum árum, úrslit, hverjir voru bestir, hvað hefði tekist vel, hvað miður. Guðmundur hélt sem sé á sínum tíma mikið bókhald um leiki liðsins og hefur varðveitt það og eru merkilegar heimildir.

Þá skoðuðu menn gömul blöð og úrklippur frá þessum árum og renndu yfir myndbönd af leikjum.  Um kvöldið sameinaðist  svo Völsungslið fortíðarinnar liði framtíðarinnar á uppskeruhátíð félagsins. JS


Athugasemdir

Nýjast