Efna til útboðs á kaupum á metanstrætisvagni

Akureyrarbær stefnir á að skipta öllum strætóum yfir í vistvæna orkugjafa í náinni framtíð. Mynd/Þrö…
Akureyrarbær stefnir á að skipta öllum strætóum yfir í vistvæna orkugjafa í náinni framtíð. Mynd/Þröstur Ernir

Akureyrarbær mun efna til útboðs í lok mánaðarins á metanstrætisvagni í samvinnu við Vistorku. Fyrirhuguð kaup á metanbíl er einn liður af mörgum í að gera samgöngur vistvænni í samfélaginu.  Eins og Vikudagur fjallaði um í fyrra ætlar Akureyrarbær að endurnýja strætisvagnaflotann á næstu árum. Í framkvæmdaáætlun bæjarins til næstu tveggja ára er gert ráð fyrir hátt í 200 milljónum til kaupa á strætisvögnum en margir strætisvagnar á Akureyri eru komnir til ára sinna. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.


Athugasemdir

Nýjast