Chia grautur fyrir mömmur á hraðferð .

Elísa A. Ólafsdóttir
Elísa A. Ólafsdóttir

Elísa A. Ólafsdóttir heiti ég og er iðju- þjálfi á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.

Ég er gift honum Þórði mínum og á þrjú börn.  Maðurinn minn er á sjó og því eru næg verkefni sem þarf að sinna.  Ég hef gaman af því að gera tilraunir í eldhúsinu við misjafnar undirtektir heimilisfólksins.  Ég ákvað að deila með ykkur uppskriftinni minni af chia graut sem ég tek alltaf með mér í vinnuna á morgnana.  Einnig býð ég upp á hrökkbrauð og hummus sem er fínt saman.  Sem sagt hollar, einfaldar og góðar uppskriftir sem allir geta framkvæmt.

Morgunmatur í krukku (algjör snilld fyrir mömmur á hraðferð)

 1 dl ab mjólk

 1-2 dl kókósmjólk (úr fernu)

1½ msk. chia fræ

 1 msk. Haframjöl

Aðferð:

 Þetta hrært vel saman. Bætt út í berjum að eigin vali, ég nota bláber og hindber.  Geri þetta á kvöldin og geymi í ísskáp, hollur og góður morgunmatur.

Hrökkbrauð

 3,5-4 dl fimmkornablanda

1,5-2 dl haframjöl

3,5 dl hveiti eða heilhveiti

1 dl olía

2 dl vatn

1 msk. síróp eða hrásykur

smá salt

Aðferð:

 Öllu blandað saman, skipt í þrennt og sett á 3 plötur (þunnt lag), bakað í 20- 25 mín. á 180°.

 Hummus

 1 krukka kjúklingabaunir (nota hluta af vatninu)

½ rautt chili

 1-2 hvítlauksgeirar

smá sítrónusafi  2-3 sólþurrkaðir tómatar og smá sletta af olíunni.

smá salt

Aðferð:

 Allt maukað með töfrasprota, geymist í ísskáp.

 Ég skora á samstarfskonu mína Höllu Stefánsdóttur að koma með næstu uppskriftir í Matarkrókinn. 


Athugasemdir

Nýjast