Brynhildur segir skilið við Bjarta framtíð

Róbert Marshall og Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar, sögðu sig bæði úr flokknum í morgun. Þetta kom fram á vef Rúv. Þau segja bæði að ákvörðunin hafi ekkert með stjórnmál eða yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður að gera, heldur ætli þau bæði að snúa sér að öðru. Hvorugt þeirra hafði ætlað sér að taka sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust.

Brynhildur, sem var þingmaður í NA-kjördæmi, ætlar að sinna verkefnum sem tengjast neytendamálum, en hún vann áður hjá Neytendasamtökunum. Brynhildur sat á þingi fyrir Bjarta framtíð frá 2013 til 2016 og var formaður þingflokksins frá 2015 til 2016. Brynhildur sagði í viðtali í Vikudegi fyrir skemmstu að hún ætlaði m.a. að einbeita sér að MA-námi sem hún stundar í HÍ og HA. 

Róbert var þingmaður frá 2009 til 2016, fyrst fyrir Samfylkinguna og síðar fyrir Bjarta framtíð. Róbert var formaður þingflokks Bjartrar framtíðar frá 2013 til 2015. 


Athugasemdir

Nýjast