Boðað til þingrofs og kosninga þann 29. október

Mynd: althingi.is
Mynd: althingi.is

Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands, tilkynnti við upphaf þingfundar klukkan hálf tvö í dag að boðað verði til þingrofs og kosninga til Alþingis þann 29. október næstkomandi. Sig­urður Ingi las upp for­seta­bréf þessa efn­is eftir að hafa fundað með Guðna Th. Jó­hann­es­syni, for­seta Íslands, fyrr í dag.

Stjórnarandstöðuþingmenn tóku til máls og fögnuðu þingrofstil­lögu for­sæt­is­ráðherra. Þeir rifjuðu m.a. upp ástæður þess að ákveðið var að flýtja þing­kosn­ing­um. Það hefði gerst í kjöl­far birt­ingu Panama-skjal­anna og af­sagn­ar Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar sem for­sæt­is­ráðherra sem hefði ekki sagt satt frá eign­um í skatta­skjól­um. Þá minntu þingmenn stjórnarandstöðunnar á að það sama hafi átt við um fleiri ráðherra.

Fréttin var uppfærð kl: 14:07


Athugasemdir

Nýjast